Jólafundur Hamars

9. desember 2018

Hátíð­legur og glæsi­legur jólafundur Hamars verður sunnu­daginn 9. Desember og hefst kl. 16.00.  Að venju er systrum boðið til glæsilegs jólahlað­borðs eftir fundinn og mæta þær kl.17.00.  Jakob Kristjánsson flytur okkur jólahug­vekju.  Jónas Þórir stjórnar tónlistinni þar sem Sigurði Hafsteinsson leikur á saxafón og stórsöngv­arnir Ívar Helgason, Ásgeiri Páli Ásgeirsson og Sigurður Helgi Pálmason flytja okkur jólalög.

Jólahlaðborð svignar af úrvali girni­legra forrétta, aðalrétta og eftir­réttar, Ris a l’amande. Undir borðhaldi skemmta okkur Jónas Þórir með sópran­söng­konunni Dísellu Lár  ásamt söngvurunum og Sigurði Hafsteinssyni með vandaðri tónleika­dagskrá.  Stórsöngv­arinn Dísella Lárus­dóttir hefur sungið við Metropolitan ópruna í New York og víðar og syngur nú loks í Ljósatröð.  Þorgeir Albert Elíesersson flytur okkur hugvekju, les jólaguð­spjallið og kemur okkur í jólaskap. Kveikt verður hátíðlega á jólakertum.  Söngurinn og stemm­ingin nær hámarki þegar við syngjum öll saman Í Betlehem.  Þetta er kvöldið þegar jólin byrja í huga margra.

Skráning og greiðsla fyrir málsverð verður á vef Reglunnar til fimmtudags 6. desember.

Þeir sem ekki hafa tök á að skrá sig á netinu geta haft samband við Sm. stúkunnar, bróður Magnús Gunnarsson í síma 893 2113 eða sent póst á netfangið magnus@tholl.is

Fundurinn hefst kl. 16.00 og systur mæta kl. 17.00.  Ef bræður hyggjast einungis mæta á fundinn nægir að skrá sig á hefðbundinn hátt á fundardegi.

Okkur væri það ánægja ef þið væruð með okkur á þessum hátíðlega jólafundi.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?