Jólafundur af bestu gerð

Síðasti fundur þessa árs

Síðasti fundur þessa árs var þann 18. desember og var hann vel sóttur af 102 bræðrum. Þar af voru 3 gestir. Okkur til mikillar ánægju þá heiðraði SMR og hans föruneyti okkur með nærveru sinni sem gaf okkur fallegan blæ á fundinn. Þegar jólafundur er haldin þá er ávallt lagt upp með tónlist og hátið­legan boðskap og það var ekki nein undan­tekning á því að þessu sinni.

 Þeir Helgi Bragason og Sigurður Hafsteinnson sá um tónlistina og fluttu þeir verkin:

  • Pastorale eða Hjarðljóð eftir Jan Wohlmuth.
  • Jólasálm frá Norður Noregi eftir Trygve Hoff
  • Ó, Helga nótt eftir Adolph Adam
  • Helga himneska stjarna. Jólalag bróður okkar Steins Kárasonar.

Ásamt því að þeir léku undir þegar bræður sungu Heims um ból.

Ræðumeist­arinn fór með okkur í gegnum fræði himna stjarnana frá því f. Kr. Við fengum að heyra af ferðum vitringana þriggja sem fylgdu stjörnunum til Jerúsalem. Í framhaldinu leiddu stjörn­urnar vitringana á þann stað sem barnið var. RM. Hafði orð á því hvað saga ferða­mannan þriggja hefði snert við kirkjunni um víða veröld.  RM. hafði einnig orð um það að gjafir vitringana hafi líka valdið heila­brotum hvaða táknrænar merkingar var á bakvið þær.

Br. áttu fallega stund saman á fundinum þegar þeir færðu ljósið með kertum frá austri til vestur og mörgum br. finnst það vera upphaf hátið­ar­innar því þeir fara með kertið heim til að kveikja á ljósunum heima fyrir.

STM sendi öllum br. og þeirra fjölskyldum hátíðar og nýárs kveðjur áður en hann fór með ljóðið Aðventa sem er eftir Hákon Aðalsteinsson.

Brátt nálgast sú helgasta hátíð í bæ
með heilögu ljósunum björtum.
Andi Guðs leggst yfir lönd yfir sæ
og leitar að friði í hjörtum.
 
En nú virðist fegurðin flúin á braut
friðurinn spennu er hlaðinn.
Lífsgæðakapp­hlaup og kauphall­ar­skraut
er komið til okkar í staðinn.

Þó vill hann oft gleymast, sem farveg oss fann
fæddur í jötunnar beði.
Við týnum úr hjartanu trúnni á hann
og tilefni jólanna gleði.

Vökvaðu kærleikans viðkvæmu rós
þá veitist þér andlegur styrkur.
Kveiktu svo örlítið aðventuljós,
þá eyðist þitt skamm­deg­is­myrkur.

Það ljós hefur tindrað aldir og ár
yljað um dali og voga.
Þó kertið sé lítið og kveik­urinn smár
mun kærleikur fylgja þeim loga.

Láttu svo kertið þitt lýsa um geim
loga í sérhverjum glugga.
Þá getur þú búið til bjartari heim
og bægt frá þér vonleys­is­skugga.

            Hákon Aðalsteinsson 1997

Eftir fund fengu menn að gæða á heitu og köldu hangi­kjöti ásamt hefbundu meðlæti ásamt malt og appelsín. Síðan var spenna þegar jólam­andlan kom því þeir heppnu fá veglega gjöf með sér heim. Eftir kaffi og té þá fóru brr. heim með bros á vör og tilbúnir í hátíðina sem framundan er.

Við notum tækifærið hér hjá vefnefndinn að senda öllum brr. og fjölskyldum þeirra hátiðar kveðjur og farsældar á komandi ári.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?