Jólafundir St. Jóh. stt. fara í hönd og samhliða þeim verður jólafundur Landsstúku Frímúrarareglunnar á Íslandi haldinn á VII. stigi þann 16. desember n.k.
Samkvæmt okkar upplýsingum þá verða fundirnir án fjöldatakmarkana. Krafa er og verður gerð til ALLRA Bræðra, sem hyggjast sækja fundina um framvísun á neikvæðu COVID-19 hraðprófi. Prófið má ekki vera eldra en 48 klst. gamalt, samanber tilmæli sóttvarnaryfirvalda þar að lútandi. Athugið einnig að krafan gildir um alla Bræður… einnig embættismenn sem starfa á fundunum.
Hægt að skrá sig nú þegar til sýnatöku fram í tímann, og hægt að velja úr tímum sem alla jafna eru ekki ásetnir.
Meðal þeirra staða sem bjóða uppá hraðpróf eru:
Ef einhverjar spurningar vakna hjá bræðrum um hvernig þreyta skuli hraðprófið eða skrá sig til fundar má hafa samband við SM stúkunnar eða aðra embættismenn og fá leiðbeiningar og/eða aðstoð.
Þeir Bræður sem hyggjast sækja fundina eru vinsamlegast beðnir að forskrá sig, þegar þar að kemur, þannig að hægt verði að gera viðeigandi ráðstafanir varðandi fjölda Bræðra á fundunum, svo sem fjarlægðartakmarkanir, út frá fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda.
Bræður eru einnig hvattir til að mæta tímanlega til fundanna þar sem ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að “skanna” COVID-19 hraðpróf þeirra sem mæta til þeirra!
Athugið að ENGUM Bróður verður hleypt inn í Regluheimilið sem ekki getur framvísað neikvæðu COVID-19 hraðprófi, sem hægt verður að skanna við komu í Regluheimilið.
M.Brl.kv. f.h. Viðbragðsteymis Reglunnar,
Snorri Magnússon
Stórsiðameistari,
Eiríkur Finnur Greipsson
Stórritari.