Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 24. febrúar 2021 Sjá nánar.

Jóla-netsamkoma Mælifells

13. desember 2020

St. Jóh. stúkan Mælifell ætlar að halda jóla netsamkomu sunnu­daginn 13. desember n.k. kl. 20:00. Br. Guðmundur Finnbogason Rm. mun flytja jólahug­vekju. Br. Björn Magnússon Vm. les upp jólaguð­spjallið og fer með ljóðið Jól eftir Stefán frá Hvítadal til að koma okkur í jóla andann. Stm. Ásgeir Björgvin Einarsson flytur ávarp og bræðurnir Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Steinar Gunnarsson og Sigfús Ólafur Guðmundsson munu sjá um tónlistar­flutning.

Skráning fer fram á vefnum og líkur föstu­daginn 11. desember. Bræður eru hvattir til að vera með  hvítt kerti og eldfæri til að taka þátt í sameig­in­legri kerta­kveikingu  í lok samkom­unnar.

Farið hefur verið yfir öryggis­atriði og áhættu­þætti og liggur það fyrir. Bræður sem hafa verkefni á fundinum hafa verið upplýstir um mikivægi þess að ræða ekki störf reglunnar á fundinum eða í erindum sem þeir munu flytja.

Til að tengjast samkomunni

Samkoman er haldinn í gegnum fjarfund­ar­bún­aðinn Zoom.

Smellið hér til að opna samkomuna.

Dagskrá samkom­unnar

19:00 — Opnað fyrir bræður (Jón Þorsteinn Sigurðsson)

19:57 — Farið yfir skipulag og dagskrá fundarins (Jón Þorsteinn Sigurðsson)

20:05 — Tónlist

20:10 — Jólaguð­spjallið (Björn Magnússon)

20:15 — Tónlist

20:20 — Jólahug­vekja (Guðmundur Finnbogason)

20:35 — Tónlist

20:40 — Ljóða­lestur (Björn Magnússon)

20:45 — Tónlist

20:50 — Ávarp Stm. (Ásgeir B. Einarsson)

21:00 — Kerta­kveiking og Tónlist. (Heims um ból)

21:15 — Slit fundar og umræður

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?