Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

JÓHANNES III – Fræðaþing

Sunnu­daginn 13. október 2019 kl. 14:00

Hvert erum við komnir? Hvar erum við staddir? Hver er merking III° stigsins?  

Þetta eru dæmi um fjölmargar spurn­ingar, sem vakna á þessu stigi.

Fræðslu­nefnd Frímúr­ar­a­regl­unnar efnir til veglegs fræða­þings, JÓHANNES III, um huliðs­heima III° stigsins. Við höfum fengið til liðs við okkur áhuga­verða fyrir­lesara, sem munu gefa okkur innsýn inn í heim þessa stigs.

  1. Lárus Grétar Ólafsson (III, Hamar) – persónuleg reynsla af upptöku á III° stigið
  2. Þórarinn Þórar­insson (IX, Fjölnir) – umgjörð og innihald III° stigsins
  3. Stefán Einar Stefánsson (VII, Mímir) – um heimspeki innihald m.t.t. III° stigsins
  4. Arnar Þór Jónsson (VIII, Fjölnir) – hugleiðing um arfsögn III° stigsins
  5. Lárus Ingólfsson (IX, Mímir) – stærð­fræðilegt táknmál St.Jóh. stigsins

Setningarávarp: Valur Valsson, SMR.

Ráðstefn­u­stjóri: Einar Kristinn Jónsson (IX, form. fræðslu­nefndar)

Lokaávarp: Kristján Jóhannsson, YAR.

Tími: Sunnu­daginn 13. október 2019, kl. 14:00.

Staður: Hátíð­ar­salur Frímúr­ar­a­regl­unnar í Reykjavík

Fyrir: Alla bræður sem hafa hlotið frömun til III°

Borgara­legur klæðnaður. Veitingar í kaffihléi.

Við hvetjum alla bræður, sem komnir eru á III° stigið og lengra, til öflugrar þátttöku.

Vonumst til að sjá ykkur sem flesta.

Fræðslu­nefnd Frímúr­ar­a­regl­unnar

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?