Íslenskir sólskins­bræður á frímúr­ar­a­fundi á Tenerife

Ferð á fund Masonic Lodge #73 í Gran Logia de España á Tenerife

Guðmundur Viðarsson og Kristján Þór Bernót­usson

Þegar fyrir lá að undir­ritaður, VIII Gimli #600, og mágur minn Kristján Þór Bernót­usson, VII Gimli #624, værum á leið til Tenerife á Spáni í langþráð frí í sól og hita með fjölskyld­urnar, kom upp sú hugmynd að kíkja á frímúr­ar­afund á eyjunni sólríku. Þegar þessi ákvörðun lá fyrir hófst undir­bún­ingur þess að fara á fund og ganga frá forms­at­riðum með því að hafa samband við bræður okkar á Tenerife, og þær stúkur sem komu til greina, en mikilvægt er að vanda til undir­búnings.

Á Tenerife eru 3 stúkur sem tilheyra lands­stúku Spánar , Gran Logia de España,  tvær þeirra á sunnan­verðri eyjunni í Los Christianos og ein stúka Nuevo Mundo norðan­megin í Santa Cruz. En hægt er að lesa meira um sögu þeirra á heimsíðu frímúrara á Tenerife. Sjá: http://www.teneri­femasons.com/history.htm

Á innri vef Reglunnar er svo að finna lengri útgáfu þessarar fréttar með frekari upplýs­ingum og myndum.

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?