Innsetn­ingu nýskipaðs Stm. Fjölnis lokið

152 bræður mættu til að upplifa athöfnina

Það var eftir­vænting í lofti þegar brr. mættu á fund Fjölnis á fyrsta stigi 21. febrúar, enda stóð fyrir dyrum innsetning á nýjum Stm. stúk­unnar. Fullt var út úr dyrum í orðsins fyllstu merk­ingu og mættu 152 bræður til að upplifa athöfnina, þar af 43 gestir. SMR og fylgd­arlið hans mætti ásamt Stm. annarra Jóhann­esar- og Andrés­ar­stúkna. Í hópi brr. voru allir fyrr­ver­andi Stm. Fjölnis nema Guðni Jónsson sem ekki átti heiman­gengt.

Leópold Sveinsson er sjöundi Stm. stúk­unnar Fjölnis. Hann þakkaði fyrir öll þau hlýju orð sem til hans voru töluð og þá velvild sem bræður hafa sýnt honum undan­farna daga. Leó, eins og hann er kall­aður dags daglega, sagði að það yrði ekki létt verk að feta í fótspor fyrr­ver­andi Stm., bróður Stefáns Snæs Konráðs­sonar, en það auðveldaði áskor­unina að hann tæki við mjög góðu búi. Færði hann þakkir til Stefáns fyrir mikið og óeig­ingjarnt starf fyrir stúkuna og bræð­urna s. l. fimm ár.

Leó lagði út frá því að orðið „embætti“ væri dregið af orðinu „ambátt“ sem þýðir þjónn. Hann myndi þjóna Fjölni í anda þeirra horn­steina sem lagðir hafa verið af spor­göngu­bræðum Fjölnis. Stm. greindi frá því að engar breyt­ingar yrðu hjá embætt­is­mönnum stúk­unnar fram að loka­fundi í vor.

Bræð­urnir Ólafur William Finnsson og Sigurður Hafsteinsson spiluðu og fluttu m.a. eitt af uppá­halds­lögum Leós, „Það brennur“ eftir Egil Ólafsson.

Undir borðum voru flutt mörg ávörp og þar á meðal árnað­ar­óskir frá Fenris­fé­lögum en Leó var fyrsti formaður klúbbsins. Stm. bað fyrir „burr­andi“ þakk­læti til Fenris­bræðra.

Maturinn var þess eðlis að fyrir hann mátti einnig þakka. Lungnamjúkur þorskur á risottobeði og græn­meti í öllum regn­bog­anslitum nema bláu og í eftir­rétt fengu brr. heima­til­búinn ís með hind­berjasósu ásamt franskri súkkulaði­köku með rjóma.

Nýr kafli hefur verið skráður í sögu Fjölnis.

Eldra efni

Fyrsti fundur hjá Fjölni
Því er lokið
Páskafundur Fjölnis