Rannsóknastúkan Snorri boðar til stúkufundar föstudaginn 18. september 2020 sem opinn er öllum bræðrum.
Á fundi í St.Jóh.st. Snorra þann 2. mars síðastliðinn var br. Haukur Óskarsson IX° kjörinn nýr stólmeistari stúkunnar. Vegna frestunar á öllu stúkustarfi var innsetningu hans frestað. Nú þegar starfið innan R. hefst að nýju er komið að innsetning hins nýskipaða Stm.
Að lokinni innsetningarathöfn fer fram Fjárhagsstúka.
Fundurinn hefst kl 19.00 og fer fram í Regluheimilinu í Reykjavík.
Rafræn skráning er hafin á fundinn, sem má opna með því að smella hér.
▇ Markmið Rannsóknastúkunnar Snorra er að að gangast fyrir rannsóknum, skrifum, fyrirlestrum og umræðum um fræði, sögu, starfsemi og markmið Frímúrarareglunnar á Íslandi og málefni þessu tengd.