Innsetning nýs Stm. Fjölnis — Skráning á fund hafin

5. apríl 2022

Þann 22. mars síðast­liðinn var br. Gunnar Bragason kosinn nýr Stm. St. Jóh. Fjölnis. Lesa má um kjörfundinn í þessari frétt. Innsetn­ing­ar­fundur Stm. hefur verið settur næstkomandi þriðjudag, 5. apríl, og hefst klukkan 19:00. Fundurinn er á I°.

Eðli málsins samkvæmt eru innsetn­ing­ar­fundir Stm. ekki algengir á starfsskrá og því kjörið tækifæri fyrir alla brr. að vera viðstaddir þessa hátíðlegu stund í sögu stúkunnar okkar Fjölnis.

Rafræn skráning er á fundinn, hér á vef Reglunnar, og eru brr. beðnir að nýta sér hana hyggist þeir mæta. Ekki er tekin greiðsla í gegnum skrán­inguna, heldur greiða brr. við komu í húsið.

Smellið hér til að opna skrán­inguna.

Máltíðin verður tveggja rétta og boðið verður upp á val um léttvín og bjór — auk hefðbundinna drykkja.

Eldra efni

Golfmót Fjölnis 2022
Því er lokið
Líður að lokum
Vorferð Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?