Í sannleika ljóssins

Nýr hlekkur í keðjuna

Á þriðju­daginn 4. febrúar sl. sóttu um 60 Fjöln­isbrr. og um 10 gestir einstaklega ánægju­legan upptökufund. Br. Guðmundur Kr. Tómasson, R&K, fv. Stm og Merkisberi Reglunnar, heiðraði fundinn með nærveru sinni.

Orgeltónar br. Magnúsar Halldórs­sonar ásamt söng br. Ingólfs Sigþórs­sonar færðu hljómþýða stemningu yfir salinn. Kerta­ljósin héldu myrkrinu í skefjum þegar hinn nýi bróðir var færður í sanninn um mannrækt frímúrara. Eftir 12 ára hlé var br. Magnús E. Kristjánsson í hlutverki Y.Stv. og var gerður góður rómur að embætt­is­færslu hans en gangan var sérstaklega vel útfærð. Eftir á var hinn nývígði umvafinn örmum vináttu og kærleika. 

Hlýtt var á hið undurfagra lag Heyr mína bæn eftir Mario Panzeri, hér flutt á píanó

Br. Eyþór Eyjólfsson var í embætti Rm. í fyrsta sinn og flutti frábært erindi þar sem lagt var út frá bókinni Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor E. Frankl. Umgjörð og innihald fundarins var einstaklega sterk og orkan í stúkunni eftir því.

Eftir fundinn beið brr. þorramatur par exellense, sem skolað var niður með ljúfum veigum. Eftir ræðuhöld og skálar, lauk kvöldinu með sameig­in­legum söng og kaffi. Að lokinni þessari ljúfu stund hurfu brr. á braut út í hlýtt en vott vetra­kvöldið með gleði í hjarta og mettum maga.

Nú er hafin sala miða á hið árlega Systra­kvöld Stt. Mímis & Fjölnis 2020, sem haldið verður í Reglu­heim­ilinu laugar­daginn 15. febrúar. Bræður eru hvattir til að lyfta sér upp með systrunum, og missa ekki af þeirri gleði sem sá viðburður gefur. Miðasala fer fram á vefnum og má opna skrán­inguna með því að smella hér.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?