Hvernig styrkja má styrkt­ar­sjóði stúkna

Upplýs­ingar um greiðslur til styrkt­ar­sjóðs stúkna

Styrkt­arráði hafa borist fyrir­spurnir frá bræðrum um aukna möguleika til að styrkja styrkt­ar­sjóði stúkna.

Þannig að bræður geti styrkt styrkt­arsjóð sinnar stúku eða aðrar, með beinni greiðslu. Þessi sýnilegi vilji bræðra er mjög gleði­legur þar sem styrkt­ar­sjóðir stúknanna hafa enga innkomu meðan engin fundarhöld fara fram, en öðru máli gegnir um útstreymi.

Á innri vef Reglunnar er nú að finna hnapp sem er staðsettur á vinstra dálki síðunnar og er merktur Styrkja styrkt­ar­sjóði stúkna. Þegar smellt er á hann birtast upplýs­ingar um hvernig greiðslum skuli háttað.

Hægt er að velja á milli rafrænnar greiðslu með greiðslu­korti, eða milli­færslu úr heima­banka.

Bræður eru hvattir til að skrá sig á innra vefinn og kynna sér nánar þessar upplýs­ingar.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?