H&V fundur hjá Hamri – 55 ára afmæli

Þriðju­daginn 30. október

Næsta þriðjudag 30. október verður haldið hátíðlega upp á 55 ára afmæli stúkunnar Hamars.

Þetta verður verður glæsileg og vonandi fjölsótt H&V stúka eins og ávallt. Fjöldi R&K ásamt bræðrum úr öðrum stúkum hafa þegar boðað komu sína.

Kokkar Lauga-ás munu væntanlega töfra fram hátíð­armat að vanda. Á fundinum munu brr. njóta góðrar tónlistar og bróðir Jakob Kristjánsson flytur hátíðar­erindi.

55 ára glæsilegu afmæl­isriti Hamars verður dreift á fundinum ásamt fallegri gjöf.

Það er ósk Hamars að sem flestir bræður hafi tækifæri til að vera með Hamri á þessum tímamótum.

Í hátíð­ar­skapi og með bróður­legri kveðju.

Með brl.kv.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?