Glitnisbræður halda áfram uppteknum hætti með Hlaðvarp Glitnisbræðra, og í dag, miðvikudaginn 11/11 eru gerðir aðgengilega tveir nýir hlaðvarpsþættir á heimasíðu stúkunnar.
Í viðtalsþætti dagsins ræðir br. Jóhann Gísli Jóhannsson við br. Jón Birgi Gunnarsson sviðstjóra sölu- og markaðssviðs Völku ehf. En Valka er hátæknifyrirtæki í sjávarútvegi sem hannar og framleiðir lausnir fyrir fiskvinnslur um allan heim. Br. Jón Birgir er víðförull mjög, auk þess sem hann hefur víðtæka reynslu úr tæknigeiranum og hefur meðal annars tekið þátt í vexti og alþjóðavæðingu fyrirtækja eins og Marel og Skagans 3X.
Hugvekjupistil dagsins flytur br. Halldór Nikulás Lárusson.
Til þess að komast inn á heimasíðu Glitnis og að þáttunum, þá þurfa bræður að vera innskráðir á vef Reglunnar.
Smellið hér til að fara beint inn á síðuna.
Eins og áður þá er stjórn tæknimála og hljóðblöndun í höndum br. Ásgeirs Páls Ágústssonar og tónlist í höndum br. Jónasar Þóris Þórissonar og br. Sigurðar Helga Pálmasonar.
Ritstjórn Hlaðvarps Glitnisbræðra