Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Hlaðvarp Glitn­is­bræðra – vika 3

Glitn­is­bræður halda áfram uppteknum hætti með Hlaðvarp Glitn­is­bræðra, og í dag, miðviku­daginn 11/11 eru gerðir aðgengilega tveir nýir hlaðvarps­þættir á heimasíðu stúkunnar.

Í viðtals­þætti dagsins ræðir br. Jóhann Gísli Jóhannsson við br. Jón Birgi Gunnarsson sviðstjóra sölu- og markaðs­sviðs Völku ehf.  En Valka er hátæknifyr­irtæki í sjávar­útvegi sem hannar og framleiðir lausnir fyrir fiskvinnslur um allan heim.  Br. Jón Birgir er víðförull mjög, auk þess sem hann hefur víðtæka reynslu úr tækni­geiranum og hefur meðal annars tekið þátt í vexti og alþjóða­væðingu fyrir­tækja eins og Marel og Skagans 3X.

Hugvekjup­istil dagsins flytur br. Halldór Nikulás Lárusson.   

Til þess að komast inn á heimasíðu Glitnis og að þáttunum, þá þurfa bræður að vera innskráðir á vef Reglunnar.

Smellið hér til að fara beint inn á síðuna.

Eins og áður þá er stjórn tæknimála og hljóð­blöndun í höndum br. Ásgeirs Páls Ágústs­sonar og tónlist í höndum br. Jónasar Þóris Þóris­sonar og br. Sigurðar Helga Pálma­sonar.

 

Ritstjórn Hlaðvarps Glitn­is­bræðra

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?