Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Hlaðvarp Glitn­is­bræðra – Tveir nýir þættir

Tveir nýir hlaðvarps­þættir hafa nú bæst við

Fyrstu þættirnir í Hlaðvarpi Glitn­is­bræðra sem gerðir voru aðgengi­legir í síðustu viku hafa fengið mikla og góða hlustun og jákvæðar undir­tektir bræðranna.   

Í dag miðviku­daginn 4. nóvember, á fundar­deginum okkar, setjum við í loftið næstu tvo þætti, en þar ræðir br. Jóhann Gísli Jóhannsson við br. Eld Ólafsson jarðfræðing.  En br. Eldur hefur víða komið við þrátt fyrir ungan aldur. Hefur hann meðal annars komið að uppbyggingu hitaveitna í Kína, jarðhita­verkefna á Filipps­eyjum, olíuleit og grafið eftir gulli á Grænlandi. 

Í öðrum hugvekju­þætti Hlaðvarps Glitn­is­bræðra flytur br. Bjarni Snæbjörn Jónsson hugvekju og brýnir þar fyrir okkur að gleyma ekki skyldum okkar. 

Þættirnir eru aðgengi­legir á innri vef Glitnis.

Eins og áður þá er stjórn tæknimála og hljóð­blöndun í höndum br. Ásgeirs Páls Ágústs­sonar og tónlist í höndum br. Jónasar Þóris Þóris­sonar og br. Sigurðar Helga Pálma­sonar.

Ritstjórn Hlaðvarps Glitn­is­bræðra

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?