Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Hlaðvarp Glitn­is­bræðra – rafrænn snerti­flötur

Það ástand sem uppi er í þjóðfé­laginu vegna Covid-19 veirunnar hefur því miður leitt af sér miklar takmarkanir á venju­bundnum samkomum frímúrara, og því miður með þeim afleið­ingum að samskipti milli bræðra hafa verið í lágmarki.

Stórmeistari Reglunnar hefur hvatt til þess að stúkur séu í sambandi við bræður með öllum tiltækum og heimilum leiðum, þar með talið með samskipta­leiðum á netinu.

St. Jóh. st. Glitnir hefur brugðist við þessari hvatningu og hefur hópur Glitn­is­bræðra undir forystu Stólmeistara Glitnis, hafið framleiðslu á hlaðvarps­þáttum sem innihalda meðal annars hugvekjur og viðtöl við Glitn­is­bræður. Í þáttunum verður spjallað við Glitn­is­bræður, með því markmiði að kynnast þeim betur, fræðast um lífshlaup þeirra, störf og áhugamál. Auk viðtals­þáttanna þá verða framleiddir þættir með fræðslu­er­indum, pistlum og hugvekjum. Hlaðvarpið sem hlotið hefur nafnið „Hlaðvarp Glitn­is­bræðra“ er ætlað að verða nokkurs­konar rafræn snerting milli stúkunnar og bræðranna á tímum þegar hefðbundin samskipti eru takmörkuð. Til að byrja með þá er stefnt að því að nýir þættir birtist vikulega á miðviku­dögum, fundar­deginum okkar.

Í fyrsta þættinum fer Stólmeistari Glitnis, Vilhjálmur Skúlason með stuttan inngang áður en br.

Jóhann Gísli Jóhannsson tekur við og ræðir við br. Sigtrygg Rósmar Eyþórsson, sem er Glitn­is­bróðir nr. 403. Br. Sigtryggur er dugnað­ar­forkur sem hefur komið víða við í félags­málum og viðskiptum, hann er þekktur á sínu áhuga­sviði, ekki bara hér innan­lands heldur líka erlendis. Í öðrum þætti flytur br. Jóhann Heiðar Jóhannsson hugvekju um hugrekkið.

Þættirnir verða aðgengi­legir á heimasíðu Glitnis á innri vef Reglunnar frá og með 28. október. Að lokinni innskráningu er síðan smellt á tengilinn Hlaðvörp sem er á hægra dálki síðunnar. Þá opnast síða sem inniheldur þá þætti sem tilbúnir eru til hlustunar hverju sinni. 

Ritstjórn þáttanna er í höndum Stólmeistara Glitnis, Vilhjálms Skúla­sonar, en ásamt honum eiga Varameistari og Ræðumeistari stúkunnar þeir br. Jóhann Gísli Jóhannsson og br. Bjarni Snæbjörn Jónsson sæti í ritstjórn hlaðvarpsins. Stjórnun tæknimála og hljóð­blöndun er í höndum br. Ásgeirs Páls Ágústs­sonar og tónlist í höndum br. Jónasar Þóris Þóris­sonar og br. Sigurðar Helga Pálma­sonar.

Það er von okkar að bræðurnir taki þessu framtaki vel og leggi við hlustir.
Ritstjórn Hlaðvarps Glitn­is­bræðra

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?