Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um sóttvarnir vegna COVID-19, sem tekur gildi á miðnætti í nótt, 13. nóvember 2021.
Þessi nýja reglugerð gerir það að verkum að fundir í stúkum (og aðrar samkomur) innan Frímúrarareglunnar á Íslandi, mega ekki fara yfir 50 þátttakendur. Undanþága frá þessu er þó heimil gegn því að ALLIR þátttakendur á fundi/viðburði framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen), sem má ekki vera eldra en 48 stunda. Athugið að sjálfspróf eru ekki tekin gild.
SMR og Viðbragðsteymi R. leggja áherslu á að hvergi verði slakað á kröfum um sóttvarnir og að farið verði að reglum þessum í einu og öllu. Stjórnendur stúkna þurfa því að krefja bræður um forskráningu á fundi, þar sem fjöldatakmörkun er miðuð við 50. Ef heimila á fleiri þátttakendur þá þarf að forskrá og í fundarboði þarf að koma skýrt fram að bræður verði krafðir um hraðpróf við komu á fund.
Það er því í ákvörðunarvaldi hvers og eins Stj.M, Stm. eða Stj.br. hvort hann boðar til fundar/viðburðar og ef ákvörðunin er að boða hann þá verði hámarksfjöldi miðaður við 50, eða ef heimila á að farið verði yfir þann þátttakendafjölda, að þá verði krafist neikvæðrar niðurstöðu úr hraðprófi við komu á fund, próf má ekki vera eldra en 48 stunda.
Að lokum hvetur viðbragðsteymið alla bræður að huga vel að eigin forvörnum, sýna aðgát í hvívetna og taka ekki óþarfa áhættu né að taka ákvarðanir nema að vel íhuguðu máli. Fyrirspurnum og ábendingum skal vísa til Stjórnstofu.
Viðbragðsteymi R.