Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Helgafell 85 ára

27. nóvember 2019

Postullinn Andrés er víða dýrkaður og í hávegum hafður, þar sem hann þykir vera samnefnari fyrir manngæsku, gjafmildi, styrk­leika og visku, allt eigin­leikar sem sæma hverjum frímúrara.

Við Helga­fells­bræður munum halda daginn hátíð­legan með Hátíðar – og veislu­stúku miðviku­daginn 27. nóvember og hefst fundurinn kl 19:00 stund­víslega.

St. Andrés­ar­stúkan Helgafell var stofnuð fyrir 85 árum síðan, en móður­stúka Helga­fells er hin danska St. Andrés­ar­stúka Cubus Frederici Septimi (CFS), sem heitir í höfuðið á Friðriki VII. Danakonungi (1848-1863).  Sterk tengsl eru við hina dönsku móður­stúku, sem vert er að minnast, en fyrstu fundirnir fóru fram á dönsku að sjálf­sögðu.

Ræðumeistari mun flytja erindi, tónlist­ar­stjóri stúkunnar mun seiða fram ljúfa tóna og borðnir verða fram gómsætir réttir að hætti hússins.

Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta, hitta stúku­bræður og rifja upp gömul og góð kynni.

Hátíð­ar­fund­urinn verður haldinn í hefðbundnum salarkynnum St. Andrés­ar­stúk­unnar þannig að takmarka verður fjölda bræðra á fundinum og er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku eigi síðar en kl. 23:59 á mánudag á heimasíðu Reglunnar.

Lokað hefur verið fyrir skráningu á fundinn.

Afmæl­is­nefnd Helga­fells

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?