Heimspeki og hugsjónir fornu frímúr­aranna

Ályktanir um heimspeki og hugsjónir hinnar upprunalegu frímúr­ara­starfsemi í Englandi

Laugar­daginn 3. mars, kl.: 11:00, flytur Jóhann Heiðar Jóhannsson X° erindi sitt um „Heimspeki og hugsjónir fornu frímúr­aranna“ í stúku­húsinu í Ljósatröð 2, Hafnar­firði.  Fyrir­lest­urinn er opinn öllum frímúr­ara­bræðrum (á öllum stigum).

Jóhann Heiðar hefur áður flutt fjögur laugar­dagserindi að Ljósatröð undir samheitinu: „Í leit að upprunanum.“ Í þeim fjallaði hann um tiltækar heimildir um starfsemi fyrstu frímúr­aranna á Englandi, hin fornu handrit enskra frímúrara (1400-1700), fornar spurn­inga­bækur frímúrara (1696 – 1750), fyrstu grund­vall­ar­skipan enskra frímúrara (1723) og gömlu uppljóstran­irnar um starf frímúr­aranna (1723 – 1730).

Nú skoðar hann þetta efni til þess að kanna hvort af þessum fornu ritum megi draga ályktanir um heimspeki og hugsjónir hinnar upprunalegu frímúr­ara­starfsemi í Englandi, þ.e. hvaða sýn og stefnu þessi hreyfing hafði í upphafi.

f.h. bókasafns St.Jóh.stúknanna Hamars og Njarðar í Ljósatröð, mbrlkv.
Stein­grímur B. Gunnarsson X°
S: 896 3376

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?