Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 7. nóvember Sjá nánar.

Heimsóknum á vef R. fjölgar ár frá ári

Yfir 330 heimsóknir á dag. 45% aukning milli ára

Það hefur orðið að vana að líta yfir liðið ár á vef R. í upphafi janúar og er engin breyting þar á nú í ár. Núverandi vefur Frímúr­ar­a­regl­unnar fór fyrst í loftið fyrir sléttum þremur árum síðan og er óhætt að segja að honum hefur verið vel tekið af brr.

Mælingar á notkun vefsins sýna að það hefur orðið mikil og góð aukning á þessum tíma og eru heimsóknir til að mynda tvöfalt fleiri árið 2019 en þær voru fyrsta árið, 2017.

Á árunum þremur hefur vefurinn tekið breyt­ingum og reglulega bætast við nýjungar. Sem dæmi má nefna þegar innri vefurinn var opnaður og nú síðast í haust, þegar tekið var upp á því að birta Töflurnar á innri vefnum. Skrán­ingar á alla stærri fundi og viðburði eru farnir að eiga sér stað nánast eingöngu í gegnum vefinn, sem einfaldar bæði embætt­is­mönnum og ekki síður öllum brr. skipulag og aðgengi að fundum.

Í nútíma samfélagi er góður vefur nauðsynlegt tól til að byggja undir og styðja við gott starf eins og á sér stað hér í Frímúr­ar­a­reglunni. Við viljum því þakka fyrir góðar móttökur og erum spenntir að halda áfram að þróa vefinn og bæta inn enn fleiri nýjungum.

Hér að neðan má svo skoða helstu tölur um notun og heimsóknir þessi fyrstu ár.

M.brl.kv.
Ritnefnd vefs Frímúr­ar­a­regl­unnar.

Heimsóknir á vefinn 2017—2019

Heimsóknir á vef R. 2017–2019

Heildar heimsóknirHeimsóknir á dagSíður skoðaðar
201761.107167427.064
201884.731233714.550
2019122.823336924.577

45% aukning hefur orðið á heimsóknum á vefinn frá árinu áður, á meðan um er að ræða tæplega 30% aukningu á fjölda síðna sem hafa verið skoðaðar. Hver gestur er því að skoða að meðaltali um 7,5 síður pr. heimsókn í hvert sinn sem hann opnar vefinn. Í þetta eyðir meðal-gesturinn 5 mínútum á hverja heimsókn.

Fjöldi innskráðra brr.
2017Tæplega 1200 brr.
20181622 brr.
20191833 brr.

Síðan að innri vefur R. var opnaður hafa fjölmargir brr. nýtt sér hann og skráð sig þar inn. Hér í töflunni að ofan má sjá fjölda brr. sem hafa skráð sig inn einu sinni eða oftar á vefinn. Það má því sjá að rúmlega 50% brr. hafa nýtt sér þennan valkost, en það er von okkar að þessi hópur muni koma til með að halda áfram að stækka jafnt og þétt.

Leitar­vélin

Á vefnum er mjög öflug leitarvél, sem var nýlega gerð enn öflugri með fleiri leitar­mögu­leikum. Leitar­vélina má alltaf opna, hvar sem er á vefnum, með því að smella á bláa stækk­un­ar­glerið (eða með því að ýta á L á lykla­borðinu). Þar er hægt að leita í gegnum allt efni á vefnum og ef brr. eru innskráðir leitar hún einnig í félaga­talinu.

Notkun leitar­vél­ar­innar aukist jafnt og þétt og má nefna að leitir pr. dag hafa verið frá 1000 til 3000 þegar best lætur.

Það er ljóst að vefurinn gegnir sífellt veiga­meira hlutverki að veita bræðrum þær upplýs­ingar sem þeir þurfa á að halda hverju sinni.

Hvað er skoðað og hvenær

Vefurinn er lang mest heimsóttur á mánudögum og þriðju­dögum, sem dreifist nokkuð jafnt frá 10 til 16. Aðrir dagar vikunnar hafa nokkuð jafnar heimsóknir.

Vefinn heimsækja gestir á mismunandi tækjum, skipt á eftir­farandi hátt. En þessi skipting hefur haldist mjög svipuð milli ára:
Borðtölvur — 61%
Farsímar — 32%
Spjald­tölvur — 7%

Þær síður sem eru mest skoðaðar, á eftir forsíðu vefsins, yfir árið eru svo eftir­farandi:

— Félagatal
— Nýleg ferðalög
— Starfsskrá
— Hátíð­ar­fund­urinn í Hörpu
— Töflurnar
— Lands­stúkan
— St. Jóh. Fjölnir
— Hvað er Frímúr­ar­a­reglan?
— St. Jóh. Mímir

Aðrar fréttir

Fræðsla í Covid
Sálin og samfélagið
Jakobsvegurinn
Umhyggjuverkefnin eru víða

Innskráning

Hver er mín R.kt.?