Heimsóknir á vef Reglunnar – Árs yfirlit

Mikil notkun styrkir vefinn enn frekar

Nú er ár síðan breyttur vefur Reglunnar var opnaður. Á þessu ári hefur notkunin verið einstaklega góð og ljóst að bræður og aðrir sem vilja afla sér upplýsinga um Frímúr­ar­regluna kunna að meta hvernig til hefur tekist.

Í upphafi var vefurinn opinn fyrir alla og allt það efni sem finna mátti á vefnum. Síðla árs 2017 var svo innri vefur Reglunnar opnaður. Efni sem er að finna þar er einungis ætlað bræðrum Reglunnar sem þurfa að skrá sig inn á innri vefinn með notend­a­nafni og lykilorði. Þarna hefur bæst við mikilvæg upplýs­ingalind sem bræður nýta sér óspart. Nú hafa tæplega 1200 bræður gengið frá aðgangi sínum að innra vefnum.

Hér að neðan má sjá ýmsar gagnlegar upplýs­ingar um hvernig vefurinn hefur verið notaður af þeim sem heimsóttu hann á síðustu 12 mánuðum.

61.107 heimsóknir eða 167 á degi hverjum.

— Rúmlega 18.000 mismunandi notendur / tæki.

427.064 stakar síður skoðaðar eða 7 síður pr. heimsókn.

— Meðal heimsókn­artími pr. notanda voru rétt tæplega 4 mínútur.

29% notenda heimsóttu vefinn í fyrsta sinn en 71% höfðu nýtt sér hann áður.

Forsíðan er lang vinsælust, með 21,3% heimsókna.

Þar á eftir koma starfsskrá og félagatal.

Lang stærstur hluti (92%) kemur frá Íslandi. En þar á eftir koma heimsóknir fráeft­irfarandi löndum:

— Banda­ríkin

— Svíþjóð

— Bretland

— Danmörk

— Þýskland

— Noregur

— Kanada

— Spánn

— Brasilía

69.1% skoða síðuna í tölvu.

21.6% í síma.

9,3% í spjald­tölvu.

Vefurinn er mest skoðaður frá mánudegi til fimmtudags. Mesta umferðin er um kaffi­leytið á degi hverjum.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?