Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 7. nóvember Sjá nánar.

Heimildamynd um Frímúr­ar­a­regluna

í Sjónvarpi Símans og á vef Reglunnar

Heimildamynd um sögu og starf frímúrara á Íslandi síðustu 100 ár er nú komin til sýninga í Sjónvarpi Símans. Heimilda­myndin, sem er eftir þá Jón Þór Hannesson, Rúnar Hreinsson, Rafn Rafnsson og Steingrím Sævarr Ólafsson, var frumsýnd á hátíð­ar­samkomu Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi þann 7. apríl 2019 í Eldborg­arsal Hörpu, og hlaut góðar viðtökur fundar­gesta. Í myndinni er farið yfir sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar, viðtöl eru við fjölda bræðra og fjölmargar athygl­is­verðar myndir og myndskeið er þar að finna.

Talsvert hefur verið spurt um möguleika á að fá að sjá myndina í framhaldi af frumsýn­ingunni og nú hefur verið samið við Sjónvarp Símans um sýningar á myndinni. Myndin er því nú aðgengileg öllum sem hafa aðgang að Sjónvarpi Símans og er ekki ólíklegt að þessi athygl­is­verða mynd eigi eftir að opna augu fjölmargra fyrir því góða starfi sem unnið er innan Reglunnar.

Á vef Frímúr­ar­a­regl­unnar er hægt að skoða myndina með því að smella hér. Einnig er hægt að nálgast myndina með því að smella á hnappinn Heimildamynd um Frímúr­ar­a­regluna sem er að finna í vinstra dálki á forsíðu vefsins.

Heimildamynd um sögu og starf frímúrara á Íslandi síðustu 100 ár er nú komin til sýninga í Sjónvarpi Símans. Heimilda­myndin, sem er eftir þá Jón Þór Hannesson, Rúnar Hreinsson, Rafn Rafnsson og Steingrím Sævarr Ólafsson, var frumsýnd á hátíð­ar­samkomu Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi þann 7. apríl 2019 í Eldborg­arsal Hörpu, og hlaut góðar viðtökur fundar­gesta. Í myndinni er farið yfir sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar, viðtöl eru við fjölda bræðra og fjölmargar athygl­is­verðar myndir og myndskeið er þar að finna.

Talsvert hefur verið spurt um möguleika á að fá að sjá myndina í framhaldi af frumsýn­ingunni og nú hefur verið samið við Sjónvarp Símans um sýningar á myndinni. Myndin er því nú aðgengileg öllum sem hafa aðgang að Sjónvarpi Símans og er ekki ólíklegt að þessi athygl­is­verða mynd eigi eftir að opna augu fjölmargra fyrir því góða starfi sem unnið er innan Reglunnar.

Á vef Frímúr­ar­a­regl­unnar er hægt að skoða myndina með því að smella hér. Einnig er hægt að nálgast myndina með því að smella á hnappinn Heimildamynd um Frímúr­ar­a­regluna sem er að finna í vinstra dálki á forsíðu vefsins.

Aðrar fréttir

Fræðsla í Covid
Sálin og samfélagið
Jakobsvegurinn
Umhyggjuverkefnin eru víða

Innskráning

Hver er mín R.kt.?