Hefðbundinn jólafundur Fjölnis 18. desember

Breyting á starfsskrá

Sú breyting hefur verið gerð á starfsskrá Fjölnis að hefðbundinn jólafundur verður haldinn 18. desember nk. Vonast er til að sem flestir bræður sjá sér fært að mæta á þann fund sem hefur ávallt verið afar mikil­vægur í hjörtum Fjöln­is­bræðra.

Föstu­daginn 14. desember verður hins vegar samveru­stund með systrum okkar þar sem við eigum með þeim hátíðlega stund í salarkynnum okkar, snæðum ljúfan kvöldverð og njótum tónlistar í ánægju­legum félagsskap. Brr. skulu klæðast jakka­fötum og bera hálstau (bindi eða slaufa) og systur klæðast kvöld­fatnaði til samræmis við það. Skráning á fundinn fer eingöngu fram á netinu og verður tölvu­póstur sendur til brr. þegar opnað verður fyrir skráningu. Fjöln­isbrr. eru hvattir til að bjóða systrunum til þessarar fallegu samveru­stundar.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?