Hávamál í tónum og tali

Siðfræði Hávamála með augum frímúr­arans

Rannsókna­stúkan Snorri boðar til stúkufundar miðviku­daginn 8.mars 2017 sem opinn er öllum bræðrum.

Fyrir­lesari er br. Símon Jón Jóhannsson VIII° og flytur okkur erindi sem hann nefnir:

Siðfræði Hávamála með augum frímúr­arans

Br. Símon Jón Jóhannsson gekk í St. Jóh. st. Hamar árið 2001. Hann hefur gegnt starfi vararæðu­meistara í Hamri frá 2004 til 2014 og verið ræðumeistari frá 2014. Þá var hann einnig vararæðu­meistari í St. Andr.st. Helga­felli 2008 til 2011. Árið 2013 ritaði og ritstýri br. Símon afmæl­isriti St. Jóh.st. Hamars, Hamar í hálfa öld. Frá 2016 hefur hann verið ritari St. Jóh.st. Snorra.

Br.Símon er með BA-próf í íslensku og bókmennta­fræði, Cand.Mag. gráðu í menning­ar­sagn­fræði og MA-próf í þjóð­fræði. Þá hefur hann einnig lokið UK-prófi til kennsluréttinda. Br. Símon starfar sem framhalds­skóla­kennari við Flens­borg­ar­skólann í Hafnar­firði en fæst auk þess við ritstörf og hefur skrifað og tekið saman á þriðja tug bóka.

Á fundinn kemur jafnframt Frímúr­arakórinn undir stjórn br. Jónasar Þóris og flytur okkur verkið “Hávamál” eftir br. Jónas.

Fundurinn hefst kl 19.00 og fer fram í  Reglu­heim­ilinu í Reykjavík.  Á fundinn koma bræður í St.Jóh.st. Glitni  í heimsókn.

 

Markmið Rannsókna­stúk­unnar SNORRA er að að gangast fyrir rannsóknum, skrifum, fyrir­lestrum og umræðum um fræði, sögu, starfsemi og markmið Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og málefni þessu tengd.

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?