Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Haust­fagnaður Mímis með systrum

Laugar­daginn 12. október

Haust­fagnaður Mímis­bræðra með systrum verður haldinn með pompi og prakt laugar­daginn 12. október næstkomandi.

Síðustu ár höfum við Mímis­bræður boðið systrunum til vorfagnaðar, en nú munum við halda þennan fagnað að hausti til að þjappa bræðrum og systrum saman fyrir komandi starfs­vetur.

Dagskrá

Tónlist­ar­menn­irnir Jónas Þórir og Hjörleifur ValssonHelga Magnús­dóttir söngkona og Örn Árnason skemmtikraftur munu sjá um ógleym­anlega skemmtun.

Húsið verður opnað kl. 18 og hægt verður að kaupa fordrykk og borðvín á barnum. Systrunum gefst þá tækifæri á að skoða Jóhann­es­ar­salinn. Borðhald hefst svo stund­víslega kl. 19.

Systur: Óform­legri klæðnaður en á systra­kvöldi
Bræður: Kjólföt, svart vesti

Matseðill

Steik­ar­hlaðborð
Nauta ribeye
Andabringa krydduð með Sichuan pipar
Salvíukrydduð kalkúna­bringa
Sætar kartöflur
Steiktar kartöflur
Grænmeti
Rauðvínssósa

Eftir­réttur
Kanelís og súkkulaðikaka

Skráning

Miðaverð er 6.000 kr.
Skráningu lýkur miðviku­daginn 9. október.

Athugið að ekki verður hægt að skrá á staðnum á laugar­deginum.

Ef spurn­ingar koma upp er hægt að hafa samband við:
Snorri Guðmundsson, snorrigud@isl.is, 899 9119

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?