Hátíðleg og skemmtileg stund með systrum

Jólamatur Fjölnis

Flest eigum við okkar uppáhalds lög sem koma okkur í jólaskap, maturinn sem við snæðum bara um jólin eða jafnvel bindið sem er bara dregið fram seinni part desember. Allt er þett til að koma okkur í hið hátíðlega jólaskap. — Það er þó tvímæla­laust eitt sem allir eru sammála að sé ómissandi á jólunum og það er að njóta tíma með góðum vinum og þeim sem standa okkur næst. Ein af þessum dýrmætu stundum var síðasta föstudag þegar sléttir 100 brr. og systur hittust í R.heimilnu og áttu dásam­legan tíma saman.

Upp úr sjö byrjuðu gangarnir að fyllast af brr. og systrum prúðbúnum í sínu flottustu jólafötum … og tuttugu mínútur yfir sjö hófst hátíðleg stund inni i Jóhann­es­ar­salnum. Þar flutti br. Magnús Björn fallega jólahug­vekju og Sigrún Sigurð­ar­dóttir las jólaguð­spjallið. Einnig var jólaljósið tendrað … sem mörgum fannst eflaust einstakt að fá tækifæri til að framkvæma með systrunum.

Í matsalnum biðu uppádúkuð borð og fljótlega sendi kokkurinn fram kalkún með öllu meðlæti. Lista­falleg ískúla með rjóma og ávöxtum kom fljótt á eftir. Það voru því líklega fáir sem fóru svangir heim.

Brr. okkar Helgi Bragason og Sigurður Hafsteinsson úr Fjölni, ásamt söngv­aranum br. Ásgeiri Páli Ágústssyni úr Glitni, sáu um tónlist … bæði inni í Jóhannesar- og matsal.

Það var mál manna að kvöldið hafi verið vel heppnað og hópurinn væri nú kominn í aðeins meira jólaskap fyrir vikið.

Við minnum svo á hefðbundinn jólafund okkar Fjöln­isbrr. sem verður haldinn þriðju­daginn 18. desember.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?