Allt starf og samkomur felldar niður fram til 2. febrúar 2022 Sjá nánar.

Hátíð­ar­stund með systrunum laugar­daginn 11. desember

Við Mímis­bræður ætlum að eiga notalega stund með systrunum laugar­daginn. 11. desember og koma okkur í jólaskapið.

Fyllsta öryggis verður gætt og farið að reglum um sóttvarnir. Eins og staðan er núna verður farið fram á gilt covid hraðpróf með QR kóða sem er ekki eldra en 48 tíma. Hraðprófin eru ókeypis og fljótleg. Hér má nálgast upplýs­ingar um hraðpróf hjá Heilsu­gæslunni eða einka­aðilum.

Dagskrá

Húsið verður opnað kl. 18 en kl. 19.00 munum við safnast saman í Jóhann­es­ar­salnum og hlýða á söng angur­værra jólalaga í flutningi karlakórs. Við munum svo syngja saman Bjart er yfir Betlehem og tendra kertin saman eins og við bræðurnir þekkjum svo vel. Þessu má enginn missa af. Að því loknu höldum við til borðsal­arins þar sem við munum snæða saman.

Systur: Óform­legri klæðnaður en á systra­kvöldi
Bræður: Kjólföt, svart vesti

Matseðill

Pörusteik skorin við borðið
Kalkúna­bringa skorin við borðið
Tilheyrandi meðlæti
Sherry trifle

Skráning

Verð á máltíð fyrir einn er 4.800. Greitt er fyrir máltíðina og aðrar veitingar á staðnum. Í stað forskrán­ingar á vef R. verður notast við staðfestingu um mætingu gegnum tölvupóst. Allir Mímis­bræður fengu tölvupóst frá Mími 1. desember og þar eru hnappar þar sem hægt er að staðfesta mætingu.

Athugið að frestur til að skrá sig er til miðnættis, miðviku­daginn 8. des.

Ef spurn­ingar koma upp er hægt að hafa samband við:
Ari Þórðarson, ari@hreint.is, 822 1888
Skúli Unnar Sveinsson, skuli.sveins@gmail.com, 897 5587
Snorri Guðmundsson, snorrigud@isl.is, 899 9119

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?