Hátíð­ar­samkoma í Hörpu 07.04. 2019

Frímúr­arastarf á Íslandi í 100 ár

100 ár eru á þessu ári frá því að reglulegt frímúr­arastarf hófst á Íslandi, en það var þann 6. janúar 1919 sem fyrsta íslenska frímúr­ara­stúkan, Edda, var vígð við hátíðlega athöfn. Edda og raunar allt frímúr­arastarf á Íslandi, heyrði undir yfirstjórn dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar allt til ársins 1951, þegar Frímúr­ar­a­reglan á Íslandi var stofnuð.  Fyrsti Stórmeistari hennar, en svo nefnist æðsti embætt­is­mað­urinn, var Sveinn Björnsson, forseti Íslands. Núverandi Stórmeistari Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi er Valur Valsson.

Aldaraf­mælis frímúr­ara­starfs á Íslandi hefur verið og verður minnst með margvís­legum hætti  á næstu mánuðum.

Nú á sunnu­dags­kvöld kl. 20:00 verður sérstök hátíð­ar­samkoma Frímúr­ar­a­regl­unnar í Eldborg­arsal Hörpu þar sem 100 ára starfsins verður minnst í tali og tónum. Fjölmiðlum er heimill aðgangur að þeim fundi.  Hátíð­ar­sam­koman verður vegleg í tali, tónum og myndum og hefur stór hópur frímúrara unnið að dagskrá hennar um missera skeið.

Þá má benda á að í tilefni afmæl­isins verða hús Frímúr­ar­a­regl­unnar víða um land opnuð almenningi þar sem starfið verður kynnt. Nokkur stúkur á lands­byggðinni hafa þegar haldið sín opnu hús, en aðrar eiga það enn eftir. Þannig verða dyrnar að húsi Frímúr­a­regl­unnar við Bríet­artún í Reykjavík opnaðar á Menning­arnótt þann 24. ágúst 2019.

Tvær bækur hafa verið gefnar út í tilefni af 100 ára afmælinu. Leitandinn. Bók um Ludvig Emil Kaaber, fyrsta Stólmeistara (stjórnanda) stúkunnar Eddu, eftir Jón Sigurðsson og Undir stjörnu­himni, veglegt safn greina um sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar og margvís­legar hliðar frímúr­ara­starfsins.

Atburðum þessum sem og öðrum sem haldnir verða í tilefni af 100 ára afmæli frímúr­ara­starfs á Íslandi, eru og verða gerð nákvæmari skil á heimasíðu Frímúr­ar­a­regl­unnar Hægt er að nálgast þessar upplýs­ingar með því að smella hér 

Allar nánari upplýs­ingar veitir:

Eiríkur Finnur Greipsson, Erindreki Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi í síma 832-9855 eða erindreki@frimur.is

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?