Hátíð­ar­fundur og Veislu­stúka Mímis

H&V - 67 ára

Þeir bræður er hlutu Heiðurs­merki Mímis ásamt Stm.

Mánudags­kvöldið 10.febrúar hélt St.Jóh.st.Mímir Hátíðar- og Veislufund sinn í tilefni 67 ára afmælis stúkunnar. Mikill fjöldi bræðra var saman kominn til þess að fagna þessum áfanga og gleðjast í góðum hópi enda alltaf tilhlökkun fyrir H&V.

Fundurinn samanstóð af erindum og tónlist. Stólmeistari hélt tölu, Ræðumeistari stúkunnar flutti erindi og Mímistónar sungu m.a stofnljóð stúkunnar og fleira. Sömuleiðis fluttu söngstjóri stúkunnar, br.Kári Allansson ásamt br.Hjörleifi Valssyni nokkur vel valin lög. Veitt voru heiðurs­merki stúkunnar sem hefð er fyrir á þessum fundi og veittu þrír bræður þeim viðtöku.

Að Hátíð­ar­fundi loknum söfnuðust bræður saman til Veislu­stúku í borðsal. Glæsilega dekkaður salurinn tók vel á móti bræðrum og að setningu lokinni var borinn inn aðalréttur, dýrindis nautalund með bakaðri kartöflu og rótargrænmeti ásamt rósapip­arsósu. Bræður brostu hringinn og er leið á veislu­stúkuna var boðið upp á eftirrétt sem samanstóð af ís og súkkulaði í smjör­deigi með berjum og rjóma. Söngur, gleði og glaumur einkenndi ánægjulega kvöld­stund. Veislu­stúkunni var loks slitið og fengu bræður sér kaffi og kon (fekt) áður en þeir héldu mettir á líkama og sál út í nóttina.

Næstkomandi laugardag þann 15.febrúar er Systra­kvöld Mímis og Fjölnis. Opið er fyrir skráningu til hádegis á miðvikudag. Hvetjum við alla bræður til þess að gera vel við systurnar og bjóða þeim til glæsi­legrar kvöld­stundar. Skráning hér.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?