Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Hátíðar- og veislufundur Akurs

15.03.2019

Um 100 br. sóttu hátíðar- og veislufund Akurs föstu­daginn 15.mars sl. 46 ár eru liðin frá stofnun Jóhann­es­ar­stúk­unnar Akurs en saga Frímúrara á Akranesi nær aftur til ársins 1932 þegar tveir Skagamenn gengu í St. Jóh. st. Eddu.

Næstu ár fjölgaði brr. á Akranesi jafnt og þétt og 25 árum síðar voru frímúrarar á Akranesi orðnir 12 og farnir að ferðast saman á fundi í Reykjavík. Formlegt frímúr­arastarf hófst svo á Akranesi árið 1963 þegar 20 brr. stofnuðu Bræðra­fé­lagið Akur. Hefur því frímúr­arastarf verið blómlegt á Akranesi í ríflega 50 ár. Árið 1968 stofnðu 36 brr. fræðslu­stúkuna Akur og árið 1973 var húsnæði og aðstaða fræðslu­stúk­unnar komin í það horf að raunhæft þótti að stofna fullgilda Jóh. st. sem var gert 25. mars 1973. Fyrsti Stm. Akurs var Þorvaldur Þorvaldsson.

Frá upphafi hafa um 340 brr. gengið í Akur og hefur verið unnið mjög gott starf allan þann tíma sem stúkan hefur starfað, brr., fjölskyldum þeirra og samfé­laginu til heilla.

Brr. voru mættir snemma í hús á hátíðar- og veislufundinum að þessu sinni, spenntir fyrir fjölmennum og góðum fundi. Gafst brr. góður tími til að hittast og spjalla, og búa sig til starfa. Fundurinn var með hefðbundnu sniði. R. las upp úr Grund­valla skipan Reglunnar. Stm. ávarpi br. á fundinum og fjallaði ma. um að 100 ára frímúr­ara­starfs á Íslandi og að afmælis St. Jóh. st. Eddu verði minnst á árinu en stofnun Eddu og eljusemi og dugnaður brr. sem komu að stofnun hennar ruddi brautina fyrir reglulegt frímúr­arastarf á íslandi.

Rakti hann einnig sögu Akurs og fjallaði um markmið og takmörk Reglunnar. Stm. minntist þess að einn merkur atburður í sögu Akurs var stofnun bræðra­fé­lagsins Borgar í Stykk­is­hólmi 1979 og síðar fræðslu­stúk­unnar Borgar 1988, en Akur er vernd­ar­stúka Borgar og hafa samskipti við brr. í Stykk­is­hólmi ætíð verið sérlega ánægjuleg og heimsóknir þangað og heimsóknir Borgarbrr. til Akurs hafa skilið eftir margar ánægju­legar minningar.

Kynntir voru þrír umsæk­endur og er ánægjulegt að sjá hversu bljómlegt frímúr­arastarf á Akranesi hefur verið síðustu ár og er ekkert lát á því næsta starfsárið a.m.k.

Akurskórinn flutti tvö lög inni í stúkunni og einnig tvö lög við bróður­mál­tíðina sem var sérlega vönduð í þetta skiptið. Brr. gafst góður tími fyrir bróður­mál­tíðina til að spjalla og styrkja böndin en fjölmargir gestir höfðu lagt leið sína á Skagann. Við borðhaldið settist Sveinn Arnar Sæmundsson, varasöng­stjóri við flygilinn og flutti tvö frumsamin lög, en hann hefur fengist við lagasmíðar og samið fjölmörg lög sem hafa verið flutt af ýmsu tónlistar­fólki og kórum. Ólafur Adolfsson, vararæðu­meistari flutti minni reglunnar og tóku brr. eftir það vel undir í söng. Þó gleði væri við völd og ánægja og bros á vörum brr. reikaði hugur margra þó til br. Gunnars Ólafs­sonar, en Stm. flutti fréttir af br. Gunnari, sem glímir við veikindi.

Sm. kynnti fyrir brr. að vegleg bók „Undir stjörni­himni“ sem er gefin út í tilefni af 10 ára afmæli frímúr­ar­starfs á Íslandi væri komin í hús . Bókin inniheldur safn greina um sögu reglunnar og margvís­legar hliðar frímúr­ara­starfs og bauð Sm. áhuga­sömum br. að nálgast eintak að borðhaldi loknu.

Þetta var yndislegt kvöld eins og þau hafa verið svo mörg í vetur, en nú styttist óðum í lok vetrar­starfsins.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?