Hátíð í bæ

Samveru­stund með systrum og jólafundur

Brr. mínir, þá er komið að hátíð ljóss og friðar. Við brr. ætlum að gera okkur dagamun n.k föstu­dags­kvöld kl. 19:00 í Reglu­heim­ilinu með fallegri samveru­stund og bjóða systrum okkar upp á smá glaðning svona rétt fyrir hátíðrnar. Hinn hefðbundi jólafundur Fjölnis verður svo haldinn 18. desember og verður það auglýst nánar síðar.

Annir gera ávallt vart við sig í desember og það ætti að vera gott fyrir okkur brr. að komast inn fyrir veggi R. til að tæma hugann og losa stressið. Fundirnir sem eru í desember eru fallegir og léttir fundir sem er gott veganesti út hinn stóra heim fyrir utan veggi R. Það ætti að vera hvatning fyrir okkur brr. að mæta á jólafundinn þar sem við kveikjum á kerti frá austri til vesturs og berum það heim með fallegan boðskap til okkar nánustu.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?