HAMARS­MÓTIÐ 2021 föstu­daginn 11. júní 2021

Kæru bræður og systur

Golfmót Hamars verður haldið föstu­daginn 11. júní 2021 á Hamarsvelli, hjá Golfklúbbnum í Borgarnesi. Mótið hefst stund­víslega kl. 11.00. (Mæting eigi síðar kl. 10.30) og lýkur mótinu með sameig­in­legum kvöld­verði hjá Landnáms­setrinu í Borgarnesi kl. 19:00 ásamt verðlauna­af­hendingu. Húsið opnað kl. 18:30.

Í matinn verður boðið upp á glæsi­legan 3ja rétta matseðil með tilheyrandi meðlæti, en val um þrjá aðalrétti verður auglýst síðar.

Verð fyrir golfið eitt og sér er kr 5.400 á mann og fyrir þá sem mæta einungis í matinn kr 6.100 eða samtals kr 11.500 á mann.

Tilkynnið þátttöku með nafni, aðild­ar­númeri golfklúbbs (Is-0-000), kennitölu og hve margir verða í mat til Guðlaugs Sigurðs­sonar: laugi@prentun.is – sími 896-2235.

Þátttöku­gjald greiðist fyrir föstu­daginn 4. júní inn á reikning 528-26-777750 – kt. 270750-3899. Sendið kvittun á laugi@prentun.is

Niðurröðun í holl ásamt rástíma verða tilkynnt við mótssetningu.

Hlökkum til að eiga góðan golfdag með ykkur. 

Mótsnefndin:

Þórður Heimir Sveinsson – thordur@lr.is
Jörundur Jökulsson – juri@simnet.is
Jóhann Gunnarsson – johg@mmedia.is
Guðlaugur Sigurðsson – laugi@prentun.is

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?