Hádeg­is­verður Fjöln­is­bræðra í júlí

Mæting til fyrir­myndar

Það var einstaklega góð mæting í hádeginu í Hausti þegar Fjölnis-brr. hittust og gerðu sér glatt hádegi. Menn mættu útiteknir og sællegir og báru þess merki að sumarið hafði farið um þá heitum höndum. Viður­gjörn­ingur til stórrar fyrir­myndar að vanda og menn röðuðu í sig góðgætinu og fengu við það góða ballest.

Einhverjir bræðranna höfðu farið í Jónsmessu­há­tíðina í Flatey sem stúkurnar Akur og Borg stóðu fyrir. Það var samdóma álit að sú ferð hefði verið með eindæmum skemmtileg og fræðandi.

Ýmislegt annað var til umræðu og starfið framundan engin undan­tekning þar. Enda má búast við ýmsum breyt­ingum og viðbótum á starfs­árinu sem framundan er.

Næsti fundur er í byrjun ágúst og vonandi verður hann jafn fjölmennur og sá sem haldinn var 3. júlí.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?