Golfmót Helga­fells

19. júní 2019

Golfmót Helga­fells 2019

Golfmót Helga­fells var haldið á Gufudals­velli í Hvera­gerði 19. júní s.l. Veg og vanda af undir­búningi mótsins eiga þeir Steinn G. Ólafsson og Jóhann Þ. Gunnarsson, en Steinn var mótsstjóri enda öllum hnútum kunnugur sem vallar­stjóri á Gufudals­velli.

Mættir voru til leiks 23 spilarar, bæði systur og bræður. Ágætis veður var á meðan mótinu stóð, en nokkur vindur var. Golfarar létu það ekki trufla sig við leikinn. Leiknar voru níu holur, Texas scramble með forgjöf og voru fimm fjögurra manna lið og eitt þriggja manna. Leikar gengu vel og sýndu konur og menn meist­ara­takta í spilinu og höfðu mjög gaman af.

Þegar búið var að spila var gengið til skála þar sem beið rjúkandi grillað lambalæri og meðlæti fyrir svanga keppendur og þá sem ekki höfðu spilað, en mættu í matinn.

Eftir að allir höfðu borðað sig metta var komið að verðlauna­af­hendingu.

Úrslit voru eftir­farandi:

  1. sæti, Þórður H. Sveinson, Lilja Einars­dóttir, Ómar Þórðarsson og Friðgerður Friðgeirs­dóttir.
  2. sæti, Már Svein­björnsson, Guðrún Halldórs­dóttir, Gunnar Karl Guðjónsson og Ásdís Sæmunds­dóttir.
  3. sæti, Steinn G. Ólafsson, Ragnheiður Lilja Georgs­dóttir og Guðmundur Ásgeir Eiríksson.

Verðlaun voru veitt fyrir næst holu á 7. og 9. Á 7. var Lilja Einars­dóttir næst holu, 7.80 m. en á 9. Var Steinn G. Ólafsson næstur holu, 6.16 m.

Var mál manna að þetta mót hefði tekist með eindæmum vel eins og svo oft áður, mæting einstaklega góð eða um 30 systur og bræður.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?