Golfmót Hamars 2019

Verður haldið 14. júní

Árlegt golfmót Hamars verður föstu­daginn 14. júní á Hamri, hjá Golfklúbbnum í Borgarnesi.

Mótið hefst stund­víslega klukkan 11.00 o er mæting eigi síðar en kl. 10.30. Mótinu lýkur með sameig­in­legum kvöld­verði og verðlauna­af­hendingu í nýja golfhúsinu hjá Icelandair hóteli í Borgarnesi kl. 18.30.

Verð fyrir golfið eitt og sér verður kr. 5.000 á mann og fyrir þá sem mæta einungis í matinn kr. 6.500 eða samtals kr. 11.500 fyrir hvort­tveggja.

Bræður og systur geta nú tilkynnt þátttöku ásamt forgjöf til Guðlaugs Sigurðs­sonar laugi@prentun.is, eða í síma 896 2235.
*Nánari upplýs­ingar um rástíma, niðurröðun í ráshópa og matseðil verða tilkynnt þegar nær dregur.

Að venju verða veitt vegleg verðlaun.

Hér að neðan má sjá mynda­albúm með skemmti­legum myndum frá golfmóti Hamars í fyrra.

Mótsnefnd

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?