Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Golfmót Gimli haldið á Kálfa­tjarn­ar­velli

Haldið 14. júní 2019

Golfmót Gimli var haldið á Kálfa­tjarn­ar­velli þann 14.06.2019 og hófst kl 14:00. Skráðir voru til leiks 15 bræður og ein systir. Nú var brotið blað í sögu golfsins hjá bræðrum með því að opna mótið einnig fyrir systrum. Sú er ruddi brautina er Ásthildur Jónsdóttir, og að leik loknum var henni færður blómvöndur og rauðvíns­flaska.  

Leikið var í blíðskap­ar­veðri sól og hita. Margir snilldar taktar sáust á vellinum. Að leik loknum hófst hið víðfræga púttmót þar sem hver keppandi fær aðeins eitt tækifæri. Enginn setti kúlu í holu að þessu sinni en sá er púttaði næst holu var Þórður Jónsson og var  hann krýndur púttmeistari Gimli 2019.

Að keppni lokinni var súpa dagsins sötruð og snætt brauð.  Reiknisnill­ingar fóru yfir skorkortin og eftir nokkra yfirlegu og endur­reikning var loks ljóst hver yrði krýndur sigur­vegari Golfmóts Gimli 2019. Þrír bræður voru á sama skorinu þ.e 33 punktum en sá sem hafði besta skorið á seinni 9 holum var Steinþór Stein­þórsson. Í öðru sæti var Þorvarður Björgvin Lárusson og í þriðja sæti varð Jónas Ágústsson. Sigur­vegurum í púttkeppni svo og golfmóti fengu til varðveislu farand­bikara sem þeim er skillt að merkja á eigin kostnað.

Undir­bún­ings­nefndin að þessu sinni var skipuð þeim Gylfa Erni Guðmundssyni og Guðmundi Inga Jónssyni. Færðu þeir bræðrum þakkir fyrir þátttökuna.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?