Golfmót Gimli 2022

Haldið á Kálfa­tjarn­ar­velli 10. júní

Gimli golfmót 2022

Leikið var í blíðskapar veðri á Kálfa­tjarn­ar­velli á Vatns­leysu­strönd. Tuttugu og þrír þátttak­endur skráðu sig leiks, þar af átta systur. Guðmundur Ingi Jónsson setti mótið og gat þess að mót þetta væri veglegra en mót hingað til, þar sem bætt hafi verið inn í verðlaun tveim bikurum sem væru fyrir systur. Bergur Jónsson gaf bikar til púttkeppni systra og Þorvarður Lárus Björg­vinsson gaf bikar til keppni um sigur systra í mótinu.

Margir sýndu góða tilburði í leik, sumir glöddust höggi, þegar aðrir bölvuðu í hljóði. Þegar allir höfðu lokið leik á 18 brautum var farið í púttkeppni. Að henni lokinni var boðið upp á súpu og brauð. Að því loknu var verðlauna­af­hending.

Byrjað var á nándar­verð­launum á 3. braut. Sigur­vegari var Ásmundur R Richardsson með 0,43 metra sem er glæsi­legur árangur.

Sigur­vegari fyrir að vera næstur holu í púttkeppni systra­flokki var Guðrún J. Sigþórs­dóttir. Sigur­vegari í flokki bræðra var Bergur Jónsson. Þess skal getið að hann varð einnig sigur­vegari í fyrra. Þetta segir allt um nákvæmni hans.

Þá var komið að verðlauna­af­hendingu í systra­flokki mótsins. Í 3. Sæti var Guðný Tómas­dóttir með 24. punkta. Í öðru sæti var Silja Rún Gunnlaugs­dóttir með 31 punkt. Sigur­vegari mótsins í systra­flokki varð Ingibjörg Systa Jónsdóttir með 34 punkta.

Þá var komið að verðlaunum í keppni bræðra. Í þriðja sæti varð Ásmundur R. Richardsson með 29. punkta. Í öðru sæti varð Þórður Jónsson með 32 punkta en sigur­vegari mótsins var Magnús Ólafsson með 33 punkta.

Þess verður að geta að sigur­vegarar mótsins í flokki systra og bræðra eru hjón. Að lokum voru systrum sem mættu til leiks færð blóm og þeim þökkuð þátttakan.

Sjá hér samantekt ásamt myndum frá mótinu: Gimli Golf 2022

Undir­bún­ings­nefnd þakkar keppendum kærlega fyrir góðan og skemmti­legan dag og vonast til að sjá alla aftur að ári.

Undir­bún­ings­nefnd.

Guðmundur Ingi Jónsson

Gylfi Örn Guðmundsson

Ólafur Ólafsson

Valdimar Þorkelsson

Þorvarður Lárus Björg­vinsson

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?