Golfmót Fjölnis 2019

Mótið verður haldið laugar­daginn 1. júní

Sigur­vegarar frá golfmóti Fjölnis 2018.

Eins og venjulega er nóg að gera yfir sumar­tímann hjá okkur í St. Fjölni. Vorferðin er nýafstaðin og næst á dagskrá er golfmót Fjölnis.
Mótið verður haldið laugar­daginn 1. júní næstkomandi og hefst klukkan 13:00.

Golfmót Fjölnis er skemmtilegt mót þar sem brr. og systur eru velkomin. Eins og í fyrra verða veittir þrír farand­bikarar:

Fjöln­is­bik­arinn — fyrir besta skor
Bræðra­bik­arinn — punkta­keppni brr.
Systrabik­arinn — punkta­keppni systra

Spilað verður á vellinum hjá Golfklúbbinum á Flúðum.

Þáttöku­gjald er 4.500 og eins og alltaf verða í boði vegleg verðlaun og frábær félags­skapur. Þar að auki er innifalið í verði hamborg­ara­máltíð.

Áhuga­samir eru beðnir að melda sig með því að smella á viðeigandi takka í tölvu­pósti sem sendur hefur verið til Fjöln­isbrr. Raðað verður í holl þegar mæting liggur fyrir á laugar­deginum.

Nánari upplýs­ingar gefur br. Örn Sveinsson, í gegnum netfangið orns@sagafilm.is

Við viljum einnig nota tækifærið og minna á að það styttist í Fjöln­is­há­degin góðu, sem eru orðnir fastir liðir yfir sumar­tímann. Eins og áður hittumst við alltaf fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði og er fyrsta hádegið skipulegt þann 4. júní.
Þar verður tilvalið að ræða hvernig gekk á nýliðnu golfmóti.

Hist verður á veitinga­staðnum Haust, eins og í fyrra, en áminn­ingar fyrir öll hádegin verða send þegar nær dregur.

Eldra efni

Tölum saman í afmælinu
Sigur píslarvættisins
Organsláttur og flugstjórn
Skíma vonar

Innskráning

Hver er mín R.kt.?