Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Golfklúbbur Alla styrkir Ólaf Brim Stefánsson handboltamann

Golfklúbbur Alla var stofnaður 24 mars 2010 og hefur síðan verið með fasta fundi eða golfæf­ingdar einu sinni í viku. Félagar hafa verið eldri bræður allra stúkna sem hafa gaman af að hittast, tala saman, spila golf og njóta lífsins. Einu sinni á ári er spilað úti á landi og er keppt um farand­bikar sem Pétur K Esrason vann á síðasta móti, sem haldið var sumarið 2021 á Selfossi.

Á hverju ári er haldið jólahlaðborð í desember þar sem bræður hittast og snæða saman auk þess sem haldin er hugvekja eða erindi sem ræðumeistari klúbbsins heldur. 

Gofklúbbur Alla ætlar að styrkja Ólaf Brim Stefánsson handboltamann. Ólafur er Valsmaður lánaður til Gróttu. Hann er sonur Stefáns Aðalsteins­sonar sem er bróðir okkar í Fjölni. Ólafur hefur staðið sig frábærlega vel og hefur verið í yngri lands­liðunum. 

Ólafur Brim Stefánsson handbolta-
maður

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?