Föstudaginn föstudaginn 18. mars síðastliðin buðu Glitnisbræður systrunum til fagnaðar í Regluheimilinu í Reykjavík. Hátt í 130 bræður og systur mættu þar til að eiga góða og skemmtilega stund saman.
Í matsalnum biðu uppádúkuð og ríkulega blómaskreytt hringborð sem siðameistarar stúkunnar höfðu komið fyrir fyrr um daginn á afar smekklegan hátt. Eftir að fólk hafði heilsast og átt stutt spjall á marmaranum, þá fóru systur og bræður að koma sér fyrir í sætum sínum á undir ljúfum tónum úr flyglinum sem br. Kári Allansson söngstjóri Mímis handlék af sinni alkunnu snilld.
Fljótlega þá töfraði matreiðslumaður hússins br. Reynir Magnússon fram hvern réttin af öðrum á hlaðboðið, en þar mátti meðal annars finna piparkryddað nautaprime, dijon kalkúnabringu, ásamt með öllu meðlæti. Í eftirrétt var svo Hindberjaís með volgri súkkulaðisósu, rjóma og ávöxtum.
Undir borðhaldi og fram eftir kvöldi hljómuðu svo fagrir tónar sem söngstjórar og söngbræður Glitnis fluttu viðstöddum ásamt br. Ívari Helgasyni Rúnarbróður sem sá um einsöng, undirleik annaðist br. Kári Allansson söngstjóri Mímis. Br. Pálmi Gunnlaugur Hjaltason, Glitnisbróðir og trúbador, greip svo gítarinn og spilaði og söng fyrir viðstadda og flutti meðal annars systrunum frumsamið lag og ljóð eftir sjálfan sig.
Enginn fór svangur heim og var það mál viðstaddra, að kvöldið hefi verið mjög vel heppnað og sérstakleg hafi verið ánægilegt fyrir hópinn að hittast eftir mjög langt hlé.