Glæsi­legur Glitn­is­fundur og áhrif covid dvína

Á miðvikudegi 23. dag febrú­ar­mánaðar komu Glitn­is­bræður saman til inntökufundar, vonandi þess síðast sem verður undir Covid áhrifum. Bræður skráðu sig á fundinn og mæting var góð, þrátt fyrir að nokkrir bræður hafi orðið á síðustu mínútu að afboða sig vegna flensu­ein­kenna. 

Eftir að nývígðum bróður hafði verið fagnað, þá tók Hæstupp­lýstur br. Sigurður Örn Einarsson við, flutti áhugavert og skemmtilegt erindi um upptöku sína í Frímúr­ar­a­regluna þann 1. febrúar 1972, og sleit svo fundinum. 

Tónlist var allt um lykjandi undir styrkri stjórn br. Jónasar Þóris Þóris­sonar og söngur í höndum br. Georgs Ragnars­sonar. 

Öll embætt­is­færsla var til fyrir­myndar, embætt­ismenn voru vel starfi sínu vaxnir og voru sinni stúku, Glitni, til sóma.

Við bróður­mál­tíðina var Hæstupp­lýstum br. Sigurði Erni Einarssyni þakkað fyrir erindið á fundinum ásamt því að  Stm. færði honum gjafir frá stúkunni Glitni og Glitn­is­bræðrum í tilefni af því að þann 1. febrúar s.l. voru liðin 50 ár frá því að hann gekk til liðs við Regluna.

Auðfúsu­gestir sóttu okkur Glitn­is­bræður heim á þessum fundi, af öðrum gestum ólöstuðum þá ber að nefna br. Jón Ásgeir Eyjólfsson Stm. St. And.st. Hlínar. 

Bræður sungu í fundarlok við undirleik br. Jónasar Þóris Þóris­sonar. 

Almennt bróðurþel var allsráðandi og mikil ánægja var með fundinn.

Sigurður Örn Einarsson og Vilhjálmur Skúlason Stm. Glitnis á góðri stund.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?