Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Glæsilegt fræðaþing um VII stigið

Rúmlega 200 bræður mættu

Fræðaþing 7. stigs. Frummæl­endur ásamt fundar­stjóra: Árni Gunnarsson, Vigfús Bjarni Albertsson, Bergur Jónsson, Jóhann Heiðar Jóhannsson og Einar Kristinn Jónsson

Fræða­þingið um Kapítula VII, sem haldið var í gær, var einstaklega vel heppnað og fjölsótt.  Húsfyllir var í Hátíð­ar­salnum, rúmlega 200 bræður komu til að njóta fræðslu og samvista.

Þarna fengum við tækifæri til að skyggnast inn í margbrotna huliðs­heima þessa stigs. Fjórir bræður, þeir Jóhann Heiðar Jóhannsson, Bergur Jónsson, Vigfús Bjarni Albertsson og Árni Gunnarsson fluttu erindi sem voru hvert öðru betra. Þeir luku upp ýmsum dyrum, sem áður höfðu verið luktar. 

Segja má að VII stigið hafi verið kynnt með þeim hætti að bræður höfðu mikið gagn og gaman af. Það var samdóma álit þeirra sem sóttu þingið, að þessum sunnu­dags­eft­ir­miðdegi hafi verið vel varið.

Það var Fræðslu­nefnd Reglunnar sem stóð fyrir þessum viðburði.

Fræðaþing 7. stigs Haldið 26.01.2020.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?