Gengnar götur

Við frímúr­ara­bræður líkt og aðrir, göngum ýmsar götur í okkar lífi sem leiða okkur vonandi á staði sem færa okkur hamingju og gleði. En við enda sumra gatna getur taflið snúist við og við tekur atburðarás sem við höfum sannarlega ekki séð fyrir eða óskað eftir. Reglu­starfið á hins vegar að hjálpa okkur við að finna réttu leiðina. Og einnig að aðstoða okkur sem hófum ferðina á röngum stað í upphafi.

Nk. þriðjudag mun einn af meðbræðrum Fjölnis velja nýja leið á sinni frímúr­ara­göngu. Aðrir bræður sem verða á þessum III° fundi munu fylgja honum eftir á göngunni sem leiðir hann að dyrum St. Jóh. meistara. Mætum sem flestir til að fagna honum þegar hann kemur á leiðarenda.

Það er við hæfi að hlusta á skáldið Robert Frost flytja hið einstæða kvæði sitt: The road not taken hér að neðan. Innihald kvæðisins má án efa skilja á ýmsa vegu. Hlustið og metið sjálfir hvert kvæðið leiðir ykkur.

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?