Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Ganga á Úlfarsfell þriðju­daginn 2. júní

Síðustu ár hefur myndast hefð fyrir því að ganga á Úlfarsfell að vori. Þó svo að starf stúkunnar hafi legið niðri síðan í vetur, þá er gott fyrir kroppinn að taka á því í hressi­legum göngutúr og gott fyrir andann hittast og ræða málin í góðum félagsskap.

Mæting er við Leirtjörn kl 18. Gengin verður þægileg leið alla leið upp á topp þessa 296 metra háa fells. Göngu­ferðin tekur röska hálfa aðra klukku­stund og er flestum fær. Br. okkar Björn Matth­íasson ætlar að leiða gönguna.

Ef einhver treystir sér ekki til þess að ganga á toppinn þá er jeppafært uppeftir og ekki ólíklegt að laust verði í sæti.

Við hvetjum bræður og systur til að fjölmenna, enda er spáin góð og útsýnið af toppnum með því betra sem er í boði á höfuð­borg­ar­svæðinu.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?