Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Fyrsti fundur hjá St. Jóhann­esstúkunni Akur

Fyrsti fundur hjá St. Jóhann­esstúkunni Akur

Kæru bræður,
Vonandi hafið þið og fjölskyldur ykkar það sem allra best miðað við þær kring­um­stæður sem nú eru í landinu og heiminum öllum af völdum Covid19. Eins og okkur er í fersku minni að þá var allt starf Reglunnar stöðvað snemma í mars s.l. og þannig hefur það verið hjá okkur í Akri fram til þessa.
Samkvæmt þeim samtölum sem ég hef átt við bræðurna undan­farið að þá er komin tilhlökkun í bræðurna að hefja starfið á ný. Við munum því hefja starfið með fjárhags­stúkufundi þann 28. september n.k. og hefst hann á venju­bundnum tíma kl. 19.00.

Við stefnum að því að halda fundi samkvæmt útgefinni starfsskrá eins og frekast er kostur. Bið ég bræðurna um að fylgjast vel með þeim tilkynn­ingum sem frá okkur koma og birtar verða á heimsíðu Reglunnar sem og í tölvu­pósti til bræðranna.

Til að uppfylla þær reglur, s.s. 1.0 m bil sé á milli bræðra, sem í gildi eru um sóttvarnir að þá verður fjöldi á fundi takmarkaður við 45 bræður auk þess verður forskráning á fundinn með rafrænum hætti, að venju fer skrán­ingin fram á heimasíðu Reglunnar, www.frimur.is Mikið álag er á tölvu­kerfinu vegna þessara aðstæðna og því verðum við að ganga frá greiðslu um leið og mætt er til fundar.
Um leið og ég minni á sóttvarn­ar­leið­bein­ingar Reglunnar, hér að neðan, skulum við hafa í huga orð Víðis Reynis­sonar “Við erum öll almanna­varnir”.

Það er óheimilt að taka þátt í fundum og samkomum á vegum Reglunnar ef viðkomandi einstak­lingur uppfyllir ekki neðan­greint eða sýnir eitthvað af eftir­farandi einkennum.

 Ef viðkomandi hefur ferðast erlendis skal hann ekki sækja fundi eða viðburði á vegum Reglunnar fyrr en að 14 dögum liðnum frá heimkomu.
 Ef viðkomand hefur umgengist aðila sem eru í sótthví eða voru erlendis sl 14 daga skal hann ekki sækja fundi eða viðburði á vegum Reglunnar fyrr en að 14 dögum liðnum.
 Er með hita
 Er með þurran hósta
 Á við öndun­ar­færa­sjúkdóma að glíma
 Er með almenn flensu­ein­kenni
 Viðkomandi Br. skal hafa verið einkennalaus í a.m.k. 48 klst. áður en honum er heimilt að taka þátt í Reglu­starfinu.

Bræður mínir saman munum við ganga í gegnum þessa erfið­leika með bróðurkær­leika og góðvild að vopni.

Með bróður­legri kveðju,

Sæmundur Víglundsson
Stm. Akurs

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?