Fyrsta Fjöln­is­hádegi sumarsins

4. júní 2019

Fjöln­is­hádegi 4. júní 2019

Það var ánægjuleg stund þegar Fjöln­is­bræður hittust í upphafi sumars og tóku upp þráðinn á ný og af nógu var að taka. Vorferð Fjölnis hafði tekist með miklum ágætum og bræður og systur sneru til baka vel virkjuð.

Golfmót Fjölnis var haldið 3. júní og bikar­meist­arinn mætti í hádeg­is­matinn og tók við heilla­óskum. Talið var næsta víst að afburða hæfileikar Jónasar Jónas­sonar hefðu ráðið þar mestu um. Jónas taldi það af og frá. Þetta hefði allt verið tóm heppni. Ekki voru allir jafn sannfærðir um það, en málið látið kyrrt liggja.

Ólafur Sæmundsson upplýsti að hann hefði lent í fréttum hjá RÚV og tekist afburða vel upp. En þegar kom að endainnslagi hans, klipptu RÚV-arar á fréttina og þjóðin varð af frábæru orkuskoti Ólafs. Og að sjálf­sögðu hafði það með sæstreng að gera. Eða eins og Ólafur sagði, leynd­ar­dóms­fullur á svip: „You ain´t seen nothing yet“. Við bíðum og sjáum.

Næsti hádeg­is­verður verður í byrjun júlí. Allir eru hvattir til að mæta og fræðast um hvað bræður eru að bralla í brakandi sólskini.

Eldra efni

Tölum saman í afmælinu
Sigur píslarvættisins
Organsláttur og flugstjórn
Skíma vonar

Innskráning

Hver er mín R.kt.?