Fyrir hundrað árum

Símskeyti frá bræðra­félagi Eddu

St. Jóhannesar fræðslu­stúkan í Reykjavík hélt sinn fyrsta fund 6. janúar 1918. Formaður fræðslu­stukunnar, Ludvig Kaaber, var í versl­un­ar­er­indum
í Banda­ríkjunum, en hafði falið varafor­manni, Sveini Björnssyni, að stjórna þessum fundi.
Á fundinum voru tíu félagar úr bræðra­fé­laginu Eddu og einn gestur, Th. H. Tostrup.

Ludvig Kaaber var sent svohljóðandi símskeyti:

Consul Kaaber

Crotona
Losangeles
Opening lodge sixth january we send best wishes and gratitude

Sveinn Björnsson

Eftir fundinn snæddu fundarmenn og gesturinn kvöldverð á Café Uppsölum á horni Aðalstrætis og Túngötu.
Ekki liggur fyir hvað var á borðum, en samkvæmt kvittun Hólmfríðar Rosenkranz
veitingakonu kostaði máltíðin 77 krónur fyrir ellefu manns.

Halldór Baldursson, Skv. R.

Aðrar fréttir

Jólafundur Mímis
Jólatrésskemmtun Hamars
Myndir frá vinafundi Fjölnis
Myndir frá vinafundi Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?