Fyrir hundrað árum

Símskeyti frá bræðra­félagi Eddu

St. Jóhannesar fræðslu­stúkan í Reykjavík hélt sinn fyrsta fund 6. janúar 1918. Formaður fræðslu­stukunnar, Ludvig Kaaber, var í versl­un­ar­er­indum
í Banda­ríkjunum, en hafði falið varafor­manni, Sveini Björnssyni, að stjórna þessum fundi.
Á fundinum voru tíu félagar úr bræðra­fé­laginu Eddu og einn gestur, Th. H. Tostrup.

Ludvig Kaaber var sent svohljóðandi símskeyti:

Consul Kaaber

Crotona
Losangeles
Opening lodge sixth january we send best wishes and gratitude

Sveinn Björnsson

Eftir fundinn snæddu fundarmenn og gesturinn kvöldverð á Café Uppsölum á horni Aðalstrætis og Túngötu.
Ekki liggur fyir hvað var á borðum, en samkvæmt kvittun Hólmfríðar Rosenkranz
veitingakonu kostaði máltíðin 77 krónur fyrir ellefu manns.

Halldór Baldursson, Skv. R.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?