Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Fundur Eddubræðra 5. janúar 2021 á Zoom

Gleðilega jólahátíð kæru Eddubræður!

Það er orðið æði langt síðan við hittumst á Stúkufundi kæru Eddubræður en nú á að reyna að bæta úr því.

Þriðju­daginn 5. janúar 2021 verður haldinn fundur í stúkunni okkar á vefnum. Hann hefst kl. 20 og stendur í um klukku­stund. Að fundar­störfum loknum gefst stund til að spjalla saman. Fundurinn verður haldinn í Zoom-fjarfund­ar­kerfinu og verður allt kapp lagt á að auðvelt verði fyrir bræður að sækja fundinn.

Bræður skrá sig til fundarins á vef Reglunnar og munu fá sendan tölvupóst á fundardegi með vefslóð að Zoom-netfundi sem hleypir þeim inn á fundinn (fundarg­áttin opnar kl. 19:00 og fundur hefst kl 20).

Skráning á fundinn er að finna hérna

Æfing

Í æfinga­skyni verður boðið uppá „tilraunafund“ kl. 10 sunnu­daginn 3. janúar n.k. og geta bræður sem þess óska, æft sig og mátað tækja­búnað sinn með því að fara inná þessa slóð: https://us02web.zoom.us/j/5317575289?pwd=UmswVzR6YVJXQkFzVS9MMzFSSHB4Zz09

Notast verður við netfunda­bún­aðinn Zoom, en hann er fáanlegur fyrir Windows og Apple tölvur, Android og Apple spjald­tölvur og vel flesta síma.

Ef þið vitið af bræðrum sem ekki búa yfir nægri tölvu­færni til að geta skráð sig til fundar og tekið þátt, hvet ég ykkur sem vel eruð að ykkur til að bjóða fram aðstoð ykkar og sömuleiðis hvet ég þá sem telja sig munu vera í vandræðum að „komast til fundar“ á þessum vettvangi að hafa samband við mig eða aðra embætt­ismenn eða aðra bræður og leita aðstoðar og reyna fyrir sér á æfingunni.

Markmiðið með æfinga­fundinum er að þeir sem eiga í erfið­leikum með að tengjast geti fengið aðstoð við að leysa öll slík mál frá tækniteymi stúkunnar.

Þeir sem þurfa aðstoð þurfa að senda póst til r.edda@frimur.is með upplýs­ingum um hvort sé verið að nota tölvu, spjald­tölvu eða síma og passa upp á að láta símanúmer fylgja með svo hægt sé að hringja til baka.

Ég hlakka til að sjá sem flesta ykkar á fundinum og það fer vel á því að skrýðast kjólfötunum af þessu tilefni.

Rétt er að taka það fram að af augljósum ástæðum er fundurinn ekki siðbundinn en stefnt er að því að hann verði engu að síður hátíð­legur.

Með bróður­legri kveðju,
Eiríkur Hreinn Helgason
Stm. Eddu

Eldra efni

Jakobsvegurinn
Svíþjóð

Innskráning

Hver er mín R.kt.?