Fundur á III° – St.Jóh.st.Mímir

Frömun til Meist­ara­stigsins

Mánudags­kvöldið 2.mars fundaði St.Jóh.st.Mímir á III° og hlaut einn bróðir frömun til stigsins. Fundurinn var heiðar­legur og hann sátu 27 bræður. Að hefðbundnum fundar­störfum loknum var sest til bræðra­mál­tíðar, ljúffengt fiskmeti að hætti matreiðslu­meist­arans saddi og gladdi viðstadda. Vararæðu­meistari stúkunnar flutti skemmtilegt erindi og mælti til hins nývígða. Að fundi loknum fengu bræður sé kaffi- og tesopa og héldu að lokum sáttir og sælir heim á leið.

Næsti fundur í stúkunni Mími verður mánudaginn 9.mars n.k og er hann á I°. Það verður „Vinafundur“ og eru bræður allir hvattir til þess að hnippa í bræður meðmæl­endur og vini og fjölmenna á þennan skemmtilega fund. Sérstakur villi­bráðar matseðill verður á boðstólum og fær matreiðsu­meistari Reglunnar sérlegan aðstoð­arkokk til undir­búnings.

Smellið hér til þess að skrá ykkur á Vinafund

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?