Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Fundur á III°

Aðventa nálgast..

Það var margt um manninn hjá Mími á mánudaginn var, þegar á fjórða tug bræðra komu saman til fundar á III°. Í hópnum voru þrír gestir, þar af einn Svíi og þótti honum sérstaklega vænt um að fá að upplifa fund á Meist­ara­stiginu. Að fundi loknum var sest að bræðra­máltíð og flutti vararæðu­meistari stúkunnar erindi. Gestir tóku til máls og í lok máltíðar var drukkinn kaffi- og tesopi.

Næsti fundur í stúkunni Mími verður þann 9.desember n.k og er hann á III°. Hvetjum við bræður til þess að fjölmenna á þann fund.

Þá er vert að minna á Hátíð­ar­stund m.systrum sem fram fer föstu­daginn 6.desember n.k. Þá komum við saman til fundar og bjóðum systrunum með og eigum notalega kvöld­stund í upphafi Aðventu. Skráning er hafin hér

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?