Fundur á III°

Mánudaginn 22. október

Það var létt yfir Mímis­bræðrum sem mættu á 3° fund mánudaginn 22.
október. Að venju var einn meðbróðir tekinn í tölu meistara og gekk
fundurin vel fyrir sig undir stjórn Hrafns aðstoð­ar­stól­meistara
stúkunnar.

Eftir fundinn var haldið til bróður­mál­tíðar þar sem Gunnar kokkur bauð
upp á fínan fisk með risottó og rótargræmeti. Bjarni Svein­björnsson,
aðstoðar ræðumeistari, hélt tölu yfir hinum nýupp­tekna bróður og eftir
að hann hafði tekið á móti fleiri árnað­ar­óskum fengu fengu menn sér
smá kaffisopa áður en þeir héldu heim á leið.

Alls mættu 30 Mímis­bræður á fundinn auk eins gests.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?